Erfðlindasetur LbhÍForsíða - Erfðalindasetur
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur
In English

16.nóvember.2011

Íslenska landnámshænan - Kortlagning hænsnahalds og svipgerðarlýsing

Íslenska landnámshænan hefur að undanförnu átt auknum vinsældum að fagna hjá fjölmörgu áhugafólki um hænsnarækt. Þrátt fyrir einstaka sögu og aukinn áhuga á ræktun landnámshænunnar eru upplýsingar um útbreiðslu og einkenni stofnsins af skornum skammti. Skipulegar skráningar á útlitseinkennum og eiginleikum hænsnanna eru ekki til og ekki liggur fyrir hvað telja má upprunalegt varðandi eiginleika svo sem liti, egg og fjaðrir, en slíkar upplýsingar eru mikilvægur þáttur í ábyrgu ræktunarstarfi.

Í sumar var sett af stað verkefni á vegum Landbúnaðarháskóla Ísland og Erfðalindaseturs LbhÍ sem miðar að því að kortleggja dreifingu íslensku landnámshænunnar og annara minni hæsnastofna. Samhliða verður safnað upplýsingum um svigerðareinkenni íslenska stofnsins og þeirra erlendu stofna sem finnast hérlendis. Skráð verða útlitseinkenni hænsna, svo sem litur, kambgerð, fjaðrir á fótum, sem og stærð eggja , lögun og litur. Lögð verður áhersla á einkenni sem tengjast fiðruðum fótum en skiptar skoðanir eru meðal ræktenda landnámshænunnar um hvað telst upprunalegt í þeim efnum. Auk þess verður safnað upplýsingum um varp hjá íslenskum hænum, fjósemi í útungun og vanhöld á ungum.20.júní.2011

Dagur rabarbarans


Nánar

Allar fréttir...

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi