Erfðanefnd landbúnaðarinsFrétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur
In English

Tenglar

LANDSÁÆTLUN 2014-2018

ERFDALINDASETUR LBHÍ

 

STEFNUMÖRKUNARÁÆTLUN

ERFÐANEFNDAR 2009-2013

 

MÁLÞING ERFÐANEFNDAR OKT 2010

 

NordGen

 

GLOBALDIV

 

ELBARN

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

3.nóvember.2010

Norrænar erfðaauðlindir í hættu

Mynd með frétt

Norræni genbankinn berst fyrir tilvist sinni og er gert að spara tugmilljónir á sama tíma og verkefnum fjölgar. Starfsemin er í hættu og fyrirséð að niðurskurður kemur harkalega niður á genbankanum.  Raunveruleg hættan er á því að ómetanlegar erfðaauðlindir tapist fyrir full og allt.

Ísland er fullgildur aðili að Norræna genbankanum (NordGen) sem rekinn er á ábyrgð norrænu ráðherranefndarinnar. NordGen er meðal annars falið að varðveita fræ af norrænum nytjaplöntum og halda utan um upplýsingar vegna varðveislu á klónasöfnum eftir því sem þörf er talin á hverju sinni. Auk annarra verkefna NordGen má til dæmis nefna umsjón með frægeymslunni á Svalbarða þar sem geymd eru fræsöfn fjölmargra genbanka frá öllum heimshornum.

Fyrirsjáanlegt er að NordGen mun ekki geta haldið áfram starfsemi sinni í óbreyttri mynd verði ekkert að gert, enda hafa fjárframlög til hans staðið í stað undanfari ár samfara fjölgun verkefna. NordGen stendur um þessar mundir frammi fyrir því að geta illa staðið við eitt af grunnverkefnum sínum, sem er endurnýjun fræsafnsins sem komið er á tíma. Endurnýjunin er dýr en mikilvægt er að fræsöfn séu endurnýjuð með reglulegu millibili; tapi fræ spírunareiginleikum sínum eru erfðaauðlindirnar tapaðar fyrir fullt og allt. Slík tap verður ekki metið til fjár.

Erfðaauðlindir sem felast í þessum fræsöfnum eru grunnur að aðlögun nytjaplantna að breytingum í umhverfinu, nýjum vaxtarskilyrðum og sjúkdómum, aukinni framleiðslu og breyttum kröfum frá umhverfi og neytendum. Starfsemi NordGen hefur verið kjarninn í varðveislu og viðhaldi á Norrænum erfðaauðlindum í plöntum undanfarin 30 ár.

Þessa stöðu er rétt að skoða í ljósi þess að norðurlöndin hafa öll undirritað alþjóðlegan samning um erfðaauðlindir fyrir fæðuframleiðslu og landbúnað (ITPGRFA, International Treaty on Plant Genetic Resources for Food and Agriculture) og fullgilt samninginn um líffræðilega fjölbreytni (Convention on Biological Diversity) og ber því skylda til að gæta sinna erfðaauðlinda. Norðurlöndin hafa sameinað krafta sína og deilt kostnaði með því að sinna þessum skyldum sínum gegnum NordGen. Starfsemi Nordgen hefur því lagt sitt af mörkum til að tryggja komandi kynslóðum aðgang að erfðafjölbreytileika sem mun nýtast bæði í fæðuframleiðslu og skógrækt. Samstaða um fjármögnun Norræna Genbankans ætti því að vera forgangsmál fyrir alla sem að honum koma.

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi


Leit

Leitarvél