Erfðanefnd landbúnaðarinsFrétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur
In English

Tenglar

LANDSÁÆTLUN 2014-2018

ERFDALINDASETUR LBHÍ

 

STEFNUMÖRKUNARÁÆTLUN

ERFÐANEFNDAR 2009-2013

 

MÁLÞING ERFÐANEFNDAR OKT 2010

 

NordGen

 

GLOBALDIV

 

ELBARN

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

21.febrúar.2012

Verndun íslenska geitastofnsins

Mynd með frétt

Talið er að íslenski geitastofninn sé uppruninn í Noregi og að hann hafi borist hingað til lands með landnámsmönnum fyrir um 1100 árum. Líklegt má telja að stofninn hafi síðan viðhaldist hér án innblöndunar. Geitfjárstofninn hefur gengið í gegnum að minsta kosti tvo afgerandi flöskuhálsa síðan talning búfjár hófst árið 1703. Í kringum 1885 óg 1960 fór stofninn niður fyrir hundrað dýr, auk þess má gera ráð fyrir því að fækkað hafi verulega í stofninum þegar Móðuharðindin geysuðu 1783-85. Örnefni benda til þess að geitabúskapur hafi verið víða um land og ekki óvarlegt að áætla að geitur hafi verið hér fleiri fyrstu aldir eftir landnám en nú er. Flest hefur geitfé verið tæplega 3000 um 1930, en í lok árs 2010 voru 729 geitur haldnar á 60 stöðum. Í kringum 1960 var það mikið áhyggjuefni að stofninn væri í bráðri útrýmingarhættu og 1965 var farið að greiða stofnverndarstyrk fyrir vetrarfóðraðar geitur og nú seinni ár hefur styrkur verið greiddur fyrir mest 20 geitur í hjörð.

Skyldleikarækt er mikil í stofninum og við endurtekna flöskuhálsa þegar fækkað hefur verulega í stofninum hefur erfðabreytileiki tapast. Sauðfjárveikivarnarlínur hafa aukið enn á skyldleikaræktina þar sem geitur hafa verið ræktaðar í mjög smáum hópum áratugum saman og takamarkað flæði erfðaefnis hefur verið milli hópa.  Til þess að sporna við þessari þróun var farið af stað haustið 2010 með verkefnið "Söfnun hafrasæðis og nýting" sem styrkt var af erfðanefnd landbúnaðarins.  Markmið verkefnisins var annars vegar að safna hafrasæði og frysta og hins vegar að stuðla að nýtingu þess til að brjóta upp einangrun hópa innan stofnsins og gera geitastofninn að einum ræktunarhóp. Alls voru frystir 900 skammtar úr átta höfrum og er það í fyrsta skipti sem frysting hafrasæðis er prófuð hér á landi. Þorsteinn Ólafsson dýralækninr hjá Matvælastofnun sá um frystinguna. Vel tókst til með sæðingar og fyrstu sæðingakiðin komu í heiminn síðast liðið vor, 11 hafrar og 9 huðnur alls 20 kiðlingar.

 

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi


Leit

Leitarvél