Erfðanefnd landbúnaðarinsFrétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur
In English

Tenglar

LANDSÁÆTLUN 2014-2018

ERFDALINDASETUR LBHÍ

 

STEFNUMÖRKUNARÁÆTLUN

ERFÐANEFNDAR 2009-2013

 

MÁLÞING ERFÐANEFNDAR OKT 2010

 

NordGen

 

GLOBALDIV

 

ELBARN

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

5.október.2012

Afurðir og einkenni íslenska hænsnastofnsins

Mynd með frétt

 

Afurðir og einkenni íslenska hænsnastofnsins er heiti á BS verkefni Ástu Þorsteinsdóttur sem útskrifaðist með BS gráðu í búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands s.l.  vor.  Markmið verkefnisins voru að skoða ýmis svipgerðareinkenni íslenska hænsnastofnsins, meta varp hænanna og einkenni eggja auk þess að gera grein fyrir þyngd þeirra. Verkefnið er liður í því að lýsa einkennum og eiginleikum íslenskra búfjárstofna og liður í því að stuðla að verndun þeirra til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Lýsing á einkennum búfjárstofna er forsenda þess að hægt sé að rækta hreina stofna og koma í veg fyrir óæskilega blöndun.  Hægt er að nálgast ritgerðina hér.

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi


Leit

Leitarvél