Erfðanefnd landbúnaðarinsFrétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur
In English

Tenglar

LANDSÁÆTLUN 2014-2018

ERFDALINDASETUR LBHÍ

 

STEFNUMÖRKUNARÁÆTLUN

ERFÐANEFNDAR 2009-2013

 

MÁLÞING ERFÐANEFNDAR OKT 2010

 

NordGen

 

GLOBALDIV

 

ELBARN

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

27.maí.2015

Leiðbeiningar til að þekkja eldislaxa í veiðiám

Mynd með frétt

 

Á síðustu árum hefur laxeldi  í sjókvíum aukist hér við land. Umtalsverður fjöldi laxa af uppruna kynbættra norskra eldislaxa eru því í eldiskvíum hér við land. Brýnt er að eldisbúnaður og verkferlar við eldið  sé með þeim hætti að laxar haldist í kvíum og sleppi ekki úr þeim. Ef það gerist geta eldislaxar gengið í ár og blandist íslenskum laxi og þar með haft áhrif á erfðir og  aðlögunarhæfni villtra laxastofna. Mikilvægt er að veiðimenn séu vakandi fyrir því hvort eldislaxar veiðast í ám en oft má þekkja þá frá villtum löxum á útlitseinkennum en einnig með því að greina uppruna þeirra með greiningum á hreistri og með greiningu erfðaefnis.

Veiðimálastofnun og Fiskistofa hafa sett saman myndir sem eiga að geta nýst veiðimönnum við að þekkja algeng útlitseinkenni á eldislöxum. Ef eldislaxar veiðast er mikilvægt að veiðimenn geri Veiðimálastofnun og/eða Fiskistofu viðvart, og komi fiskum með möguleg einkenni til frekari rannsókna.

Leiðbeiningar má finna hér

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi


Leit

Leitarvél