Erfðanefnd landbúnaðarinsFrétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur
In English

Tenglar

LANDSÁÆTLUN 2014-2018

ERFDALINDASETUR LBHÍ

 

STEFNUMÖRKUNARÁÆTLUN

ERFÐANEFNDAR 2009-2013

 

MÁLÞING ERFÐANEFNDAR OKT 2010

 

NordGen

 

GLOBALDIV

 

ELBARN

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

20.maí.2010

Af styrkveitingum erfðanefndar

Mynd með frétt

Erfðanefnd landbúnaðarins úthlutar árlega styrkjum til einstakra verkefna sem falla að hlutverki og stefnumótun nefndarinnar. Frestur til að skila inn umsóknum fyrir þetta ár rann út í apríllok og bárust nefndinni alls 15 umsóknir. Umsóknirnar spönnuðu fjölbreytt svið viðfangsefna, bæði hvað varðar plöntur og dýr og virðist vera mikill áhugi til framkvæmda í málaflokknum. Heildarupphæð sú sem sótt var um fór fram úr því fjármagni sem nefndin hafði til úthlutunar og viku verkefni því í forgangsröð.

 

Erfðanefnd landbúnaðarins þakkar öllum umsækjendum fyrir sýndan áhuga og óskar þeim velfarnaðar í sínum verkefnum. Jafnframt er bent á að hægt verður að sækja um styrk aftur til nefndarinnar að ári.

 

Þau verkefni sem hlutu styrk árið 2010 eru (heiti verkefnis og umsjónaraðili):

Skrásetning gamalla túna / Guðni Þorvaldsson, LbhÍ

Verndun sérkenna í íslensku fé með tilstuðlan sauðfjársæðingastöðvanna í landinu / Búnaðarsamtök Vesturlands

Aldingarðurinn í Kristnesi / Helgi Þórsson

Söfnun hafrasæðis og nýting / Jón Hallsteinn Hallsson, LbhÍ

Heiðrún-ættbók íslenska geitfjárstofnsins / Jón Hallsteinn Hallsson, LbhÍ

Gerð mandat lista yfir íslenskar garðplöntur / Samson Bjarnar Harðarson, LbhÍ

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi


Leit

Leitarvél