Erfðanefnd landbúnaðarinsFrétt
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur
In English

Tenglar

LANDSÁÆTLUN 2014-2018

ERFDALINDASETUR LBHÍ

 

STEFNUMÖRKUNARÁÆTLUN

ERFÐANEFNDAR 2009-2013

 

MÁLÞING ERFÐANEFNDAR OKT 2010

 

NordGen

 

GLOBALDIV

 

ELBARN

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2.júní.2010

ELBARN-athyglisvert verkefni

Mynd með frétt

ELBARN er skammstöfun fyrir verkefnið European Livestock Breeds Ark and Rescue Net sem lauslega má þýða yfir á íslensku sem Evrópskt tengslanet aðila sem standa að verndun- og björgunaraðgerðum fyrir búfjárkyn. Slíkir aðilar eru bændur, byggðasöfn, garðar ásamt einstaklingum og samtökum sem vinna að in situ (ísl. á staðnum) varðveislu staðbundinna og sjaldgæfra búfjárkynja.

 

Verkefnið er evrópskt samvinnuverkefni, hófst árið 2007 og var ætlað til þriggja ára. Markmið þessara fyrstu þriggja ára var að finna og skrá niður allar mögulegar verndunar ,,arkir“ og björgunarstöðvar í Evrópu, þ.e. þá staði þar sem haldnir eru gripir úr búfjárkynjum sem eru í mögulegri útrýmingarhættu. Einnig hafa verið myndaðir vinnuhópar til að sinna sérstökum málum sem varða tengd atriði eins og t.a.m. sjúkdómalöggjöf og markaðsmál.

 

Hlutverk verndunararka og björgunarstöðva hefur verið nákvæmlega skilgreint í verkefninu. Felur það í sér að halda mikilvæga ræktunarhópa, aðstoða við skipulagningu ræktunarstarfs, vera opnar almenningi og bjóða neyðarskjól fyrir erfðafræðilega mikilvægan búfénað.

 

Allar upplýsingar um ELBARN-verkefnið og helstu niðurstöður þess eru aðgengilegar á vefsíðunni www.elbarn.net. Þar er hægt að lesa um vinnureglur verndunararka og björgunarstöðva, allar niðurstöður vinnufunda, stutta skýrslu með niðurstöðum spurningalista sem lagðir voru fram og vandað og ítarlegt kynningarefni um mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika í landbúnaði. Enn fremur er þar hægt að finna aðgerðaáætlanir fyrir þau fjögur svæði sem Evrópu var skipt í samkvæmt ELBARN. Ísland tilheyrði samkvæmt þeirri svæðisskiptingu norðan- og vestanverðri Evrópu og er hægt að lesa aðgerðaáætlunina á íslensku hér.

Til baka Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi


Leit

Leitarvél