Erfðanefnd landbúnaðarinsFræbankinn á Svalbarða
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur
In English

Tenglar

LANDSÁÆTLUN 2014-2018

ERFDALINDASETUR LBHÍ

 

STEFNUMÖRKUNARÁÆTLUN

ERFÐANEFNDAR 2009-2013

 

MÁLÞING ERFÐANEFNDAR OKT 2010

 

NordGen

 

GLOBALDIV

 

ELBARN

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fræbankinn á Svalbarða


Fræbankinn á Svalbarða var tekinn í notkun 26. febrúar 2008 og gegnir hlutverki öryggisnets fyrir plöntur heimsins, og er staðsettur í fjalli nálægt Longyearbyen á Svalbarða, á 78° norður. Markmið fræbankans er að varðveita mikilvægustu erfðaauðlindir mat-og fóðurplantna heimsins með hámarks öryggi. Í árslok 2009 voru geymd fræ af 491.058 plöntum en alls er hægt að geyma 4.5 milljón fræ í þremur klefum alls um 1000 fermetrar að flatarmáli og 500 rúmmetrar sem grafnir eru inn í fjallið. Fræbankinn á Svalbarða er í um eins km loftlínu frá flugvellinum við Longyearbyen og í 130 m hæð yfir sjó.

Fjallið er úr sandsteini og þar er lág náttúruleg geislun, 130 metra inni í fjallinu í sífrera. Náttúrulegt hitastig þarna er 3-4°C frost. Að auki er kælikerfi í geymslunni sem heldur hitastiginu í 18°C frosti og sá kuldi dreifir sér smám saman um bergið í kring. Það veitir aukalega tryggingu fyrir því að ef kælivélarnar bila þá tæki það nokkur ár fyrir frostið að falla niður í náttúrulegt hitastig, 3- 4°C frost.

Mörg lönd reka eigin fræbanka, þessir fræbankar geyma tegundir og stofna þeirra nytjajurta sem hagnýtar eru í landbúnaði og garðyrkju og fjölga sér með fræjum. Varðveisla erfðaauðlinda hvers lands á aðeins einum stað er töluvert áhættusöm. Nokkur mikilvæg fræsöfn er þar að auki að finna á ótryggum svæðum, bæði hvað varðar stjórnmálaálastand og veðurfar. Fræbankinn á Svalbarða gegnir þannig hlutverki öryggisnets fyrir alla fræbanka á jörðinni, eins konar öryggisráðstöfun, ef það versta „gerðist“.

Ábyrgð á daglegum rekstri fræbankans er í höndum Norræna genbankans (NordGen), en hvert land ber ábyrgð á að útvega nýtt fræ þegar spírunarprósenta á geymslufræinu fer að lækka í framtíðinni. Fræ af íslenskum yrkjum sem varðveitt eru hjá NordGen eru m.a. vallarfoxgrasyrkin Korpa, Adda og Snorri, beringpuntsyrkið Nor-Coast, alaskalúpínuyrkið Mela, byggyrkin Skegla og IsKría auk eldri kynbótaefniviðar ásamt tveimur gulrófuyrkjum, Maríubakkarófu og Sandvíkurrófu.

Heimild: NordGen Annual Review 2009 og www.nordgen.org
Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Samstarfsaðilar

 


Leit

Leitarvél