Erfðlindasetur LbhÍUm erfðalindasetur
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur
In English

Erfðalindasetur var formlega stofnað 8.maí 2009 á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við erfðanefnd landbúnaðarins og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti Íslands. Aðsetur setursins er hjá skólanum sem einnig hefur umsjón með rekstri þess og umsýslu. Erfðanefnd landbúnaðarins hefur fastan sess í setrinu og nýtur þjónustu þess.

 

Hvönn. Mynd Magnus Göransson.Setrið er hugsað sem opinn samstarfsvettvangur allra þeirra aðila sem með einum eða öðrum hætti tengjast varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. Meginverkefni setursins er að hafa umsjón með framkvæmd ákveðinna verkefna á vegum erfðanefndar landbúnaðarins.

Ennfremur er setrið hugsað sem staður fyrir ýmiskonar starfsemi sem tengist erfðaauðlindum og er þar m.a. hugsaður vettvangur fyrir tengsla- og samskiptanet þeirra aðila sem tengjast verndun og nýtingu erfðaauðlinda í íslenskum landbúnaði.

 

Nánar er hægt að lesa um tilurð erfðalindaseturs og fyrirhugað hlutverk þess í stofnsamningi um setrið hér.

Veglegan stofnfund setursins þar sem jafnframt var kynnt fimm ára stefnumörkun erfðanefndar landbúnaðarins er hægt að skoða í heild sinni hér að neðan. 

 

Stofnfundur erfðalindaseturs 8.maí 2009

 

Einnig er hér hægt að lesa einstök erindi sem þar voru flutt.

 

Uppsprettur, menning, þekking – hugleiðing um erfðaauðlindir og menningu

Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur

 

Kynning á nýrri stefnumörkun erfðanefndar landbúnaðarins

Áslaug Helgadóttir, formaður erfðanefndar

 

NordGen idag og ambisjoner for framtida

Jessica Kathle, forstjóri NordGen

 

 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi