Erfðanefnd landbúnaðarinsFóðurjurtir
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur
In English

Tenglar

LANDSÁÆTLUN 2014-2018

ERFDALINDASETUR LBHÍ

 

STEFNUMÖRKUNARÁÆTLUN

ERFÐANEFNDAR 2009-2013

 

MÁLÞING ERFÐANEFNDAR OKT 2010

 

NordGen

 

GLOBALDIV

 

ELBARN

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fóðurjurtir

 

Yfirlit-saga

Við landnám hafði íslensk flóra þróast frá lokum síðustu ísaldar án beitardýra, annarra en fugla. Vegna einangrunar var sú flóra mjög tegundafá. Mikið af þeim gróðri sem fyrir var við landnám þoldi illa beit, en þær plöntur sem landnámsmenn báru með sér komu frá gömlum búskaparsvæðum og voru þannig aðlagaðar nýtingu með slætti eða beit eða þá sem illgresi.

Talið er að framundir miðja 17. öld hafi ekki verið reynt að flytja hingað grös eða aðrar fóðurjurtir. Um miðbik 19. aldar er farið að hvetja til túnræktar og sáningar. Innflutningur var eftir sem áður mjög lítill lengst af og tegunda og stofna, sem fluttar voru inn af suðrænni slóðum, sér varla stað nú. Þó gæti eitthvað hafa lifað af vallarfoxgrasi og háliðagrasi á stöku stað. Eftir því sem á leið 20. öldina jókst nýræktun og innflutningur sáðvöru til túnræktar.

 

Innlend grös hafa einnig verið notuð til landgræðslu um langt skeið þó svo að innflutt sáðgresi hafi verið ríkjandi í landgræðslustarfinu lengst af (Áslaug Helgadóttir, 1988). Á síðari árum hefur verið lögð áhersla á að rækta fræ af innlendum tegundum, einkum túnvingli og melgresi (Leymus arenarius). Melgresi vex villt um allt land og eru nú nokkur staðbrigði þess í frærækt í Fræverkunarstöð Landgræðslunnar í Gunnarsholti.

 

Túnstærð á Íslandi er óþekkt, en líklega á bilinu 100.000-120.000 ha. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á gróðurfari túna. Sturla Friðriksson skoðaði mikinn fjölda túna árið 1951 og 1952 og Guðni Þorvaldsson rannsakaði gróðurfar túna um land allt árin 1990-1993.

 

Heimild: Erfðanefnd landbúnaðarins (2009). Íslenskar erfðaauðlindir – Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði 2009-2013. Reykjavík: Erfðanefnd Landbúnaðarins.

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi

Samstarfsaðilar

 


Leit

Leitarvél