Erfðlindasetur LbhÍNemendaverkefni
Senda fyrirspurn
Minnka letur
Stækka letur
In English

Nemendaverkefni LbhÍ til B.Sc.  námsgráðu sem tengjast íslenskum erfðaauðlindum

2012

Erfðafjölbreytileiki í móðurlínu íslenskra nautgripa metinn með raðgreiningu á hvatberaerfðamengi

Litafjölbreytileiki íslenska kúastofnsins

Afurðir og einkenni íslenska hænsnastofnsins

Geitamjólk

2011

Erfðafjölbreytileiki innan íslenska hænsnastofnsins metinn með greiningu örtungla

 

 

Nemendaverkefni til M.Sc. / Ph.D. námsgráðu sem tengjast íslenskum erfðaauðlindum og eru á vegum LbhÍ

Yfirlit

 

Arfgengi og erfðatengsl kjötmatsþátta og líflambamælinga með áherslu á rafrænt kjötmat

Erfðafjölbreytni í hvítsmára af ólíkum uppruna

Erfðafjölbreytileiki í íslenska geitastofninum

Kynbótamat og erfðatengsl keppniseiginleika og dæmdra eiginleika hjá íslenskum hestum

Tengsl byggingar og hæfileika íslenskra hrossa

Uppruni íslenska hestsins

 

Arfgengi og erfðatengsl kjötmatsþátta og líflambamælinga með áherslu á rafrænt kjötmat

Leiðbeinendur: Emma Eyþórsdóttir, dósent LbhÍ, emma@lbhi.is og Jón Viðar Jónmundsson, BÍ.

M.Sc. verkefni Eyþórs Einarssonar, LbhÍ, nem.eythor@lbhi.is

 

Erfðafjölbreytni í hvítsmára af ólíkum uppruna

Leiðbeinandi og umsjón: Áslaug Helgadóttir, prófessor LbhÍ, aslaug@lbhi.is

M.Sc. verkefni Magnusar Göranson, LbhÍ, magnusg@lbhi.is

 

Rannsóknir á erfðafjölbreytni eru forsenda þess að hægt sé að stunda plöntukynbætur. Þegar meginmarkmiðin eru að sameina uppskeru og lifun í kynbættum yrkjum er nauðsynlegt að finna eiginleika sem tengjast þessum tveimur þáttum. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem rækta á viðkomandi tegund eða yrki á jaðri útbreiðslusvæðis síns.

Í samstarfsverkefni þessu munum við nota AFLP erfðamörk til þess að greina erfða-breytingar í rauð- og/eða hvítsmárayrkjum sem vaxið hafa í sameiginlegri tilraun á völdum stöðum í Evrópu. Hér á Íslandi munum við einnig bera saman erfðafjölbreytni í kynbættum hvítsmárayrkjum af ólíkum uppruna við náttúrulega stofna sem aðlagast hafa erfiðum skilyrðum hér. Erfðafjölbreytni sem metin er með AFLP erfðamörkum tengist ekki endilega erfðasætum sem náttúruúrval hefur valið fyrir. Við munum því einnig mæla algenga útlits- og lífeðlisfræðilega eiginleika í hefðbundnu hnausasafni.

Með því að nota efnivið úr sameiginlegri tilraun, þar sem meðferð á tilraunareitum var stöðluð, gefur það okkur færi á að draga almennar ályktanir sem ekki er unnt að gera ef einungis væri stuðst við niðurstöður frá einum stað eða úr einni tilraun. Rannsóknin hér mun jafnframt gefa niðurstöður um erfðafjölbreytni innan og milli erfðahópa á norðurslóð. Slíkar upplýsingar vantar sárlega en þær eru mikilvægar við gerð verndaráætlana fyrir erfðaauðlindir á þessum svæðum einkum í ljósi loftslagsbreytinga sem verið er að spá.

Samstarfsaðilar: Dr. Bodil Frankow-Lindberg SLU, Svíþjóð, Dr. Rosemary Collins IBERS, Aberystwyth (UK).

 

Erfðafjölbreytileiki í íslenska geitastofninum

Leiðbeinandi: Jón Hallsteinn Hallsson, lektor LbhÍ, jhh@lbhi.is og Þorvaldur Kristjánsson, LbhÍ.

M.Sc. verkefni Birnu Kristínar Baldursdóttur, LbhÍ, nem.birna@lbhi.is

Íslenski geitastofninn er lítill lokaður erfðahópur sem telur 600-700 dýr í um 50 hjörðum.  Vitað er að stofninn hefur gengið í gegnum a.m.k. tvo flöskuhálsa árin 1885 og 1960 þegar fjöldi dýra fór niður í 62 og 100 dýr.  Skyldleikarækt er mikil í stofninum og varnarlínur vegna sauðfjárveikivarna hafa valdið einagrun hópa innan stofnsins og takmarkað flæði erfðaefnis milli hópa.  Niðurskurður vegna riðu hefur einnig hoggið skarð í geitastofninn þó svo að riða hafi ekki greinst í geitum hérlendis.

Erfðafjölbreytileiki innan íslenska geitastofnsins metinn með ætternisgögnum og DNA greiningu.  Ætternisgögn voru notuð til að reikna skyldleikaræktaraukningu, ættarstuðul, ættliðabil, virka stofnstærð, erfðaframlag helstu ættfeðra og mæðra og skyldleika milli og innan svæða, örtunglagreining var notuð til að meta fjölda arfblendinna einstaklinga og virka stofnstærð og að lokum voru D-lykkju setraðir greindar til að meta erfðafjölbreytileika, skiptingu stofnsins og skyldleika við önnur geitakyn.

Greining ætternisgagna bendir til þess að stofninn sé erfðafræðilega einsleitur og hafi lága virka stofnstærðin (Ne = 5,1) sem er aðeins tíundi hluti af því sem ráðlagt er sem lægsta viðmið fyrir stofna sem stefnt er að varðveislu á.  Að sama skapi er aukning í skyldleikarækt í hverri kynslóð (∆F = 9,9) sem er tíu sinnum hærra en viðmiðunar mörk.  Niðurstöður örtunglagreiningar leiddu í ljós 1 til 4 samsætur í hverju sæti, samtals 27 samsætur í 15 sætum, sem jafngildir að meðaltali 1,8 samsætum í hverju sæti (MNA) og sex samsætur voru einsleitar.  Meðal fundin (HO) og væntanleg (HE) arfblendni var 0,178 og 0,185.  Byggt á örtunglagreiningu þá er virk stofnstærð á bilinu 4-9 einstaklingar sem er í samræmi við það gildi sem fékkst byggt á ætternisgögnum.

Samantekið benda þessar niðurstöður til þess að mjög lítill erfðafjölbreytileiki sé til staðar í íslenska geitfjárstofninum og er virka stofnstærðin sem hér sést með allra lægsta móti.  Af niðurstöðum þessarar rannsóknar má draga þá ályktun að mjög mikilvægt sé að fylgjast náið með þessum einstaka stofni og jafnframt er mikilvægt að huga að því hvernig standa megi vörð um stofninn til að forða honum frá útrýmingu.

 

Kynbótamat og erfðatengsl keppniseiginleika og dæmdra eiginleika hjá íslenskum hestum

Leiðbeinendur: Þorvaldur Árnason, prófesser LbhÍ/SLU, thorvaldura@lbhi.is, Susanne Ericsson, aðstoðarprófessor SLU og Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ.

Ph.D. verkefni Elsu Albertsdóttur, LbhÍ, elsa@lbhi.is

 

Meginmarkmið verkefnisins er samþætting kynbótamats íslenska hestsins sem ætlað er að byggja á bæði kynbótaeiginleikum og keppniseiginleikum.

Rannsóknin skiptist í þrjá eftirfarandi hluta: I) Í fyrsta hlutanum voru alls 10 keppniseiginleikar metnir (þar af voru þrír nýir, samsettir keppniseiginleikar) og arfgengi þeirra og erfðafylgni metin. Erfðafylgni var ennfremur metin milli kynbótaeiginleika, samsettra keppniseiginleika og gæðingaskeiðs.

II) Annar hluti verkefnisins snýr að þróun útreikninga og forrita svo unnt verði að framkvæma samþætt kynbótamat með BLUP-einstaklingslíkani. III) Þriðji hlutinn lýtur að mati á þeim ávinningi er hlýst af samþættu líkani.

Viðamikið gagnasafn hefur verið nýtt í verkefninu bæði hvað varðar keppnisgögn og kynbótadóma. Keppnisgögn spanna 10 ár eða frá árinu 1998 til 2008 og ná yfir 25.000 dóma á tæplega 8.000 einstaklingum. Kynbótagögnin telja um 20.000 fullnaðardóma jafnmargra einstaklinga. Um er að ræða gögn bæði frá Íslandi og öðrum löndum.

Áhugaverðar niðurstöður eru komnar úr þeim hlutum rannsóknarinnar sem lokið er. Útfrá þeim má m.a. álykta að hægt sé að bæta ákveðnum keppniseiginleikum inn í núverandi kynbótamat og þannig fá nýja gagnaveitu inn í kynbótamatið.

Tvær greinar úr verkefninu hafa þegar birtst í viðurkenndu vísindariti og aðrar þrjár bíða birtingar. Stefnt er að lokum verkefnisins á vordögum 2010.

 

Tengsl byggingar og hæfileika íslenskra hrossa

Leiðbeinandi: Þorvaldur Árnason, prófessor LbhÍ/SLU, thorvaldura@lbhi.is, Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ og Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir MAST.

Ph.D. verkefni Þorvaldar Kristjánssonar, LbhÍ, thorvaldurk@lbhi.is

 

Markmið verkefnisins er að meta á hlutlægan hátt byggingu íslenskra kynbótahrossa og tengsl byggingar og reiðhestshæfileika. Þetta verður gert með hjálp þrívíðrar myndbandsupptökutækni sem vísindamenn við dýralæknaháskólann í Alfort í Frakklandi hafa þróað. Hún hefur verið notuð undanfarin ár í Frakklandi í rannsóknarskyni en nú er verið að taka hana þar í almenna notkun. Þessi aðferð hefur ekki verið notuð áður á íslensk hross. Með henni er hægt að mæla með mikilli nákvæmni lengdir, hlutföll og horn í byggingu hrossa. Þá er mögulegt að meta tengsl þessara líkamsmála við hæfileika til að skoða tengsl byggingar og hæfileika. Einnig er hægt að láta hrossaræktendum í té nákvæmari upplýsingar um byggingu kynbótahrossa en nú hafa þeir einungis einkunnir fengnar með huglægu mati til að styðjast við. Í rannsókn þessari verða hross sem hafa mat á hæfileikum í kynbótadómi mæld og fylgni þessara þrívíðu líkamsmála við einkunnir hrossanna fyrir hæfileika metin. Með þessu móti verður hægt að afla meiri vitneskju um það hvaða þættir byggingarinnar eru tengdir mikilli ganghæfni.

Framtíðarsýnin er sú að við mat á byggingu kynbótahrossa séu þær gerðir byggingar sem stuðla að mikilli ganghæfni örugglega verðlaunaðar og að hrossaræktendur fái nákvæmari upplýsingar um byggingu kynbótahrossa. Þetta mun vonandi stuðla að öruggara vali á kynbótahrossum í framtíðinni og þannig að hraðari erfðaframförum.

 

 

Uppruni íslenska hestsins

Leiðbeinendur: Jón Hallsteinn Hallsson, lektor LbhÍ, jhh@lbhi.is, Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir MAST og Vilhjálmur Svansson, dýralæknir HÍ.

Ph.D. verkefni Gunnfríðar E. Hreiðarsdóttur, LbhÍ, geh@bondi.is

 

Efst á síðu

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi